laugardagur, mars 05, 2005
Þessi tímamótaskemmtun átti sér stað í gærkveldi og tókst bara bráðvel. Salurinn var glæsilegur með fagurbleikum skreitingum skreytingarnefndarinnar og fólk lék á alls oddi. Veislustjórinn okkar, hann Kristján Pálsson, stóð sig framar öllum vonum (sem þó voru miklar) og var eins og atvinnuveislustjóri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var hress, slátraði nokkrum vínglösum og flutti ræðu þar sem hún kom út úr skápnum sem sagnfræðingur og vildi setja Kristján Páls í kynskiptiaðgerð. Kennarar og nemendur tóku lagið, sumir fluttu ástardúetta og aðrir kváðu rímur. Dregið var í happadrætti en ég var mjög súr að vinna ekkert. Síðan var haldið á Þjóðleikhússkjallarann til fundar við restina af Hugvísindadeild Háskólans og partýinu haldið áfram. Rakst svo á brósa við sólarupprás, vel tussulegan og þreyttan eftir vakt á Brennslunni og lét hann skutla mér heim. Afar hentugt að hafa svona leigubílstjóra. Mjög gott kvöld og gríðarleg skemmtun nema að ég týndi leðurhönskunum mínum. Mjög sorgmædd yfir því.
