sunnudagur, mars 06, 2005

Ég er að fara til úglanda á þriðjudaginn.. ekki þið..ligga-ligga-lái. Förinni er heitið til London þar sem við ferðafélaginn gistum í tvær nætur hjá írsku eintaki af Bridget Jones og síðan er förinni heitið á fornar slóðir. Til Salamanca. Þeir sem þekkja mig vita að í mínum huga er ekki til betri staður á jarðríki enda hafa ófáar setningar um mi vida.. mi corazon.. mi amor.. verið sagðar þegar þennan yndislega stað ber á góma. Ég hef ekki farið þangað síðan ég kvaddi borgina í táraflóði fyrir hjartnær þremur árum. Núna ræð ég mér ekki fyrir tilhlökkun og það besta er að ég fer þangað með tveimur af fjögurra laufa smáranum síðan á Spáni. Verður sennilega nostalgíu ferð aldarinnar. Og ég hlakka svo til að ég er að springa. Hef enga einbeitingu í lærdóm þannig ætla að fara með pabba og finna bíl. Minn bíl. Fyrst ég get ekki verið fasteignaeigandi þá get ég allavega verið keyrandi meðan ég bý í sveitinni.
