miðvikudagur, mars 16, 2005
Félagsfræðilegar athuganir mínar í undangenginni Spánarferð staðfestu grunsemdir. Þrátt fyrir að fegurðarstig norrænna kvenna hækki um 5 stig við það eitt að stíga á spænska grund rís stuðullinn um heil 1.000 stig sé viðkomandi ljóshærður. Hlíbbið fékk þó þann heiður að vera eina blond-beibið í hópnum að þessu sinni enda er ég orðinn alvörugefinn og dökkhærður háskólanemi. Annars þá var ferðin alveg óviðjafnanlega skemmtileg. Salamanca er enn máluð í rósrauðum bjarma í mínum hugarheimi. Svolítið skrítið að koma þangað fyrst aftur. Allt eins en samt eiginlega ekki. Komst þó fljótt aftur í Salamancagírinn og langar núna að búa þarna. Skil ekki af hverju í ósköpunum ég fór þaðan til að byrja með. Ef ykkur langar í nánari ferðalýsingar þá bendi ég á síðuna hennar Hlífar en hún fjallaði ýtarlega um unaðsstundir okkar þessa helgi. Aumingja litla ég er hinsvegar orðin lasin og hef ekki orku í frekari bloggskriftir. Nældi mér í illvíga pest í London og hélt henni niður alla ferðina með rót-sterkum flensutöflum sem keyptar voru í Lundúnum. Núna eru pillurnar búnar og ég sit heima lasin og hjartalaus. Dóná rennur útúm nasir og hjartað er einhversstaðar í útlöndum. Aumingja ég.
