miðvikudagur, apríl 13, 2005
Annar dagur þemans er í dag. Þemað er klívits. Þáttakendur eru nokkrar ungar námsmeyjar við Háskóla Íslands. Gerðar eru félagsfræðilegar athuganir á námshæfni og umhverfisáhrifum sökum klæðaburðar. Fáum við til dæmis betri þjónustu af starfsfólki? Standa ungir herramenn upp og láta okkur eftir borð (talið í hæsta máta ólíklegt)? Er Bókhlaðan staðurinn til að hössla? Þetta og margt margt fleira í hinni æsispennandi þáttaröð Brjóst á Bókhlöðunni.
