föstudagur, apríl 01, 2005
Núna, akkúrat núna, klukkan 12 á föstudagskvöldi erum við Sigrún vinkona að læra. Ég er ekki full, ekki í bíó, ekki að horfa á sjónvarpið eða á tónleikum heldur að læra. Þetta er örugglega í fyrsta skipti í vetur, ef ekki bara ever, sem það gerist. Djöfull er ég stolt. Að springa úr stolti. Litla hjartað mitt gladdist enn frekar fyrr í kvöld þegar ég sá að ritgerðin í stjórnmálaheimspeki á ekki að skilast fyrr en á miðvikudag en ég hélt að skilafrestur væri á mánudag. Stundum borgar sig að lesa kennsluyfirlitið. Núna finnst mér ég eiga skilið að gera eitthvað skemmtilegt. Ræktin í fyrramálið og svo djamm er alveg málið.
