föstudagur, apríl 29, 2005
Hinn svokallaði lærdómsfélagi sveik mig í morgun þannig núna sit ég, enn á ný, alein með litlu menntaskólakrökkunum á hinni ógurlegu Bókhlöðu. Einhverra hluta vegna ákvað ég í þreytumóki í morgun að klæða mig í stysta pils í heimi þannig ég er ekki bara einmanna barn, ég er líka dónaleg. Ég og föt erum undarleg saman. Á djamminu vil ég helst klæðast síðbuxum og rúllukragapeysum en við lærdóminn klívitsbolum og snípsíðum pilsum. Kannski vantar mig bara stílista.
