þriðjudagur, apríl 05, 2005
Snemma í janúar dundaði ég mér við að raða kúrsunum mínum í skemmtilegheitaröð og dæmdi ég einn þeirra samstundis leiðinlegan. Mætti dæsandi í tíma, skrifandi glósur með hangandi hendi og fýlusvip. En ekki lengur. Nú kem ég glaðbeitt á svæðið, uppfull af eldmóði og stari einbeitt í augu uppfræðarans mikla meðan hann spýr yfir okkur vitneskju af jafn miklum móði og dreki spýr eldi. Hvað gerðist spyrjið þið? Nú, ég sótti bara ritgerðina mína upp í Odda um daginn. Og hvað með það, spyrjið þið aftur? Eftir að hafa bölvað téðri ritgerð í margar vikur fyrir að vera hræðilega léleg, þora ekki að sækja hana, bölva meira og baktala tímana fékk ég 10. Meira að segja 10+. Geri aðrir betur. Þetta hafði þau töfraáhrif að núna eru téðar kennslustundir bara hinar skemmtilegustu. Hvernig datt mér líka annað í hug en að kostningakerfi og kjörtölur væru áhugaverðar!
