miðvikudagur, apríl 27, 2005
Rosalega hata ég harðsperrur. Þú ert búin að vera ofboðslega dugleg í ræktinni og í stað þess að líkaminn verðlauni þig með gríðarlegri vellíðan fær maður þennan fjanda. Einu sinni eftir afró tíma fékk ég svo mikla strengi að ég gat varla labbað, ekki staðið upp af stólum og alls ekki sest á klósettið nema með miklum harmkvælum. Að vera í tíma uppi á þriðju hæð í Árnagarði var tortjúr. Spítukall dauðans með þjáningasvip hins dauðadæmda sem kjagaðist á milli hæða að sækja kaffi.
