þriðjudagur, apríl 12, 2005
Ég sá mynd af honum á tölvuskjá og vissi strax að við ættum samleið. Hann er æðislegur. Allir sem þekkja hann tala vel um hann. Hann er alveg rosalega vinsæll. Fallegur, traustur, ábyrgur og góður í fjármálum. Við höfum ekki enn hisst en það er búið að segja honum frá mér og honum leist jafn vel á mig og mér á hann. Það mætti segja að hann sé frátekinn. Við munum hittast næstkomandi fimmtudag og þá veit ég að ekki verður aftur snúið. Líf okkar beggja mun ekki verða samt.
