mánudagur, apríl 04, 2005
Loksins fann ég leið til að fjármagna húsnæðiskaup. Fannst þetta allt frekar erfitt sökum hástemmds kaupverðs þrátt fyrir auðvelt aðgengi lána á rosalega hagstæðum vöxtum. En núna er þetta komið á hreint. Ég er komin í samband við tvo fjárfesta og saman ætlum við að kaupa símann. Ekkert mál að fá lán fyrir þessu. Seljum svo 30 prósentin á fimmföldu verði til almennings eða Baugs og græðum feitt. Ó já, það eru ekki bara fasteignasalar og bankar sem græða á góðærinu.
