mánudagur, apríl 25, 2005
Fór með litlu systur í bíó í gær. Stúlkan sú hefur fengið Kjærnested gáfurnar í arf enda ekki lengi að sjá að söguleg bíómynd jafngilti lærdómi fyrir próf í dag. Myndin var annars ógeðslega góð enda er maður orðinn langþreyttur á Hollywood froðu og hressandi að sjá eitthvað bitastæðara. Allir leikararnir í þessari mynd voru snilld. Gaurinn sem leikur Hiter var frábær, sem og einkaritarinn hans, sem og bara allir. Eva Braun var alger partýgella ef taka á myndina trúanlega. Dansandi uppi á borðum með meiru.
