fimmtudagur, apríl 21, 2005

Vá ég gleymdi að það er sumardagurinn fyrsti í dag. Hvar er sumardagsgjöfin ég bara spyr? Í gamla daga fékk maður skóflu og fötu eða kannski sippuband og bolta en núna fæ ég bara ritgerðir og verkefni. Þetta kalla ég sko léleg bítti. En sem betur fer er besta sumargjöfin enn í gildi. Fæ enn ljúfan sting í hjartað og fiðring um líkamann þegar ég horfi út um gluggann og sé Ísland fagra Ísland klæðast sumarfötunum. Esjan bosir sínu blíðasta, fuglarnir kvaka og grasið farið að grænka. Gleðilegt sumar.
