fimmtudagur, apríl 21, 2005
Nú þegar maður er komin hátt á þrítugsaldurinn er heilsan byrjuð að gefa sig. Er búin að vera hræðilega tussuleg alla vikuna með hausverki, ógleði, beinverki og nú síðast augnsýkingu. Fyrir manneskju sem verður aldrei veik er þetta bara of mikið af hinu góða. Þess vegna lifi ég enn í bullandi afneytun um eigin ellitengd veikindi og ákvað að skella mér út í gær. Nánar tiltekið í "kaffiboð" [bjórdrykkju] með samnemendum hjá honum Þorskastríðsfrænda þar sem ég eyddi tveimur klukkutímum í að þamba sprite og hlusta á umræður um enska boltann. Mjög spes kvöldstund skulum við segja. Hafði nú afar lítið til málanna að leggja í boltaumræðum auk þess sem ég þurfti á öllum mínum kröftum að halda til að gubba ekki á sessunauta mína þannig að ég beilaði úr kaffiboðinu góða og fór að hitta krakkana. Þau áttu að vera í einhverju Erasmuspartýi en þegar ég kom þá voru þar bara 10 íslenskir vinir mínir og einn blindfullur ameríkani. Ekki mikið útlendingapartý það. Augnsýkingin var hinsvegar ákveðin í að leyfa mér ekki að njóta neinnar skemmtunar og var því viðdvölin í "útlendingapartýinu" innan við tíu mínútur. Kvöldið endaði sumsé á að ég og minn trúfasti nýji kaggi brunuðum heim í Grafarvog og eftir tregafulla kveðjustund var haldið í háttinn. Lítið sexapartei þetta kvöld.
