sunnudagur, apríl 03, 2005
Þetta var eitthvað skrítin helgi. Ætlaði upphaflega að fara með familíunni upp í sveit og læra ofsalega mikið milli þess að fara i heilsusamlega göngutúra en endaði svo auðvitað kyrr í Reykjavík og á djamminu. Lærði samt –smá. Fórum í SingStar partý í gær heima hjá Sigrúnu og það fannst mér skemmtilegt. Eiginlega alveg ofboðslega, gríðarlega, agalega skemmtilegt enda var mín orðin nokkuð agressív með míkrafóninn undir lokinn. Varla hægt að slíta mig frá tækinu og heimtaði í sífellu að fá að taka einsöng. Ég ætti að verða fræg söngkona. Fórum síðan á Hjálma og Jagúar og það voru alveg hreint geggjaðir tónleikar. Áfengisneysla hafði þó komist á það stig að ég var farin að ráfa stefnulaust um staðinn og þar sem stelpurnar voru í viðlíka ástandi var ákveðið að skella sér á nýja uppáhalds, Kaffibarinn. Þar beið okkar röð dauðans líkt og venjulega en þar sem maður er nú ekkert blávatn í djammmálefnum var ég viðbúin. Dró upp smá nesti (bjór úr ÁTVR) meðan við biðum sem var vel þeginn meðal raðafólksins. Þegar inn fyrir dyrnar var komið var líkt og allir hefðu sniffað kók í nös, geðveikin, árásargirnin og dramað alsráðandi. Þar var mér úthlutað öðrum löðrungi ævinnar, af sömu manneskju og gaf þann fyrri. Rifrildi, trúnó, bútísjeikin, kríp frá Nígeríu og barinn. Meikaði ekki dramað, enda hafði ég ekki tekið neitt kók, og ákvað að beila. Skokkaði á Bitabílinn með Sigrúnu og fundum svo yndislegan mann sem splæsti á okkur “ungu dömurnar” leigubíl heim. Munar um minna þegar maður býr uppí Grabba. Þegar heim var komið átti ég svo yndislega stund með mínum trúföstustu vinum. Sukkmatnum og kisunum sem voru að reyna að éta frá mér óhollustuna. Respect.
