sunnudagur, apríl 10, 2005
Var loks að líta á yfirlit alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar og komst að því að það eru á að giska 30 myndir sem mig langar að sjá. Þar af allavega fimm sem ég hreinlega verð að sjá. Hotel Rwanda fær forgang, Der Untegang, House of flying daggers, Motorcycle diaries og Shake hands with the devil. Samt varla tæmandi listi. Ef ég væri ekki á kafi í prófum, ritgerðarskrifum og ómenningu mundi ég kaupa mér passa á þetta allt. Glæsilegt framtak þessi hátíð!
