þriðjudagur, apríl 19, 2005
Kokktell af fersku grænmetisfæði, vítamínum, lærdómi og líkamsrækt gerði kraftaverk fyrir veika aumingjann í gær. Eftir daginn var líðanin bara allt önnur og í dag er ég stórhress. Meira að segja svo hress að ég vaknaði fyrir klukkan átta (sjálfviljug) og skellti mér í ræktina. Það gerist sko sjaldan skal ég segja ykkur! Planið var að fara hópferð í morgunleikfimi en ég reyndist sú eina spræka. Þurfti að draga Ástu vinkonu út á hárinu og hinn svokallaði "ræktarfélagi" svaraði ekki símanum. Hún er heppin að ég var sein fyrir því annars hefði ég mætt á gluggann hjá henni. Leikfimistíminn var yndi. Fórum í Latin dans sem er mesta bjútís kellingaleikfimi í heimi. Mjúkar mjaðmasveiflur og hliðar saman hliðar spor. Ekkert voðalega challenging kannski en gaman að vera best af öllum hópnum. Það gerist heldur ekki oft enda sjaldan verið kölluð mikið dansfífl.
