laugardagur, apríl 30, 2005
Það á víst að heita svo að ég sé í prófum og þar af leiðandi má ég víst ekki djamma. Er hins vegar búin að gera allt sem mér dettur í hug til að fresta lestrinum svo sem eins og taka til, fara í ræktina, þrífa bílinn, göngutúr með köttinn, blogga, elda kvöldmat, horfa á sam-norræna eurovison þáttinn, blaðra í símann og nú loks msn. En ekki dugir að klína kúknum alveg út í buxurnar þannig nú skal málamiðlað. Kertaljós, rauðvínsglas og fræðibækur í stjórnmálaheimspeki. Hver þarf djammið?
