mánudagur, apríl 18, 2005
Lítill aumingi situr lasinn á bókhlöðunni. Einmitt þegar vika dugnaðar og ritgerðarskila átti að eiga sér stað. En nú þýðir ekkert væl eða afsakanir því að skilafrestur rennur út á föstudaginn og enginn tími er fyrir rúmlegur eða vorkunn. Eyminginn er í bullandi afneitun með líkamlegt ástand sitt og neitar að viðurkenna hita eða undarlegan haus. Hann tók meira að segja ræktardótið með og er harðákveðin að skella sér í smá púl á eftir. Kannski minnkar hitinn við það?
