laugardagur, apríl 16, 2005

Síðasta kvöldmáltíðin.
Í gær var lokadjammið fyrir próf. Dró stelpurnar með mér á málþing í Reykjavíkurakademíunni til að hlýða á sagnfræðileg viðfangsefni og drekka bjór. Held ég hafi nú verið sú eina af fjögurra laufa smáranum sem var eitthvað að fíla ræðurnar en bjórinn var vinsæll. Reyndi mitt besta til að draga alla, og þá meina ég alla, á Kaffibarinn síðar um kvöldið en það tókst ekki sem skildi. Gerði tilraunir með sms sendingar á að ég held alla phonebookina mína. Var að skoða þessar skemmtilegu sendingar og voru þær tvíþættar. Annarsvegar "Allir á Kaffibarinn!" og hinsvegar tómt sms þegar ég nennti ekki að skrifa lengur. Fáir reyndust þó nægilega smekkvísir í skemmtistaðavali utan einn eiturhressann sagnfræðikennara sem djammaði með okkur Siggu. Stakk síðan Siggu litlu skokk af og skokkaði á Hressó þar sem við hittum gamla bekkjarfélaga bæði úr Versló og Húsaskóla. Endalaust fyndið hvað fólk breytist lítið.










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter