sunnudagur, apríl 24, 2005
Jesss!! Nýji kagginn er loksins orðinn skítugur. Er búin að hlakka til í heila viku að fá að dútla við hann. Hef orðið að sætta mig við að klappa honum í millitíðinni. En núna verður haldið út í sólina með alvæpni. Heitt vatn í fötu, bílasjampó, mjúka tuskur, garðslöngu og loks megabónið sem ég keypti. Hef sjaldan verið eins kát yfir tiltekt. Gripurinn sem hingað til hefur gengið undir nöfnunum Unnustinn, Kagginn, Þruman eða The Silver Bullet er í þann mund að fá skírn. Eftir mikla leit og margar góðar uppástungur er ég búin að þrengja þetta niður í tvö nöfn sem hæfa tryllitækinu. Spænski sjarmörinn Alejandro eða hinn breskættaði Mr. Bond. Bæði finnst mér hæfa honum einstaklega vel og sýna hans mjúka eðli ásamt eðlislægum töffaraskap.
