fimmtudagur, maí 05, 2005
Í prófunum er ég búin að uppgötva nokkuð nýtt. Það eru þeir stallbræður Benni og Jenni frá Ameríku sem ég er búin að kynnast vel síðustu daga. Þeir eru annars lang bestir með súkkulaðibitakökudeigi þó browny´s sé líka gott. Eiginlega er það bara deigið og brownis-ið sem mér finnst best en ég plokka það úr og hendi ísnum. Fyrir áhugasama þá eru Benni og Jenni með útsölu í Bónus þessa dagana þar sem þeir kosta ekki nema 500 kall dollan -hreint gjafaverð. En núna verð ég að drífa mig í ræktina. Sukkið er so ekki ókeypis.
