miðvikudagur, maí 04, 2005
Þetta er skrítinn dagur. Fór í próf í morgun í Íslands- og Norðurlandasögu IV. Kunni ekki neitt nema eina spurningu um Þorskastríðin en held ég hafi nú samt klórað mig fram úr restinni á blaðri. Ætlaði að vera rosa fersk í prófinu og fara ekki allt of seint að sofa en lenti í að vera andvaka og því afskaplega svefnvana. Fór svo eftir próf dauðans að hitta kellingarnar mínar á Stúdentakjallaranum og fengum okkur svo sem eins og einn (eða tvo) bjóra til að fagna próflokum þeirra og hálfleik hjá mér. Sökum skorts á svefni og mat urðum við allar bara frekar kenndar klukkan 13:00 á miðvikudegi. Hlátrasköll og fuglabjarg dauðans á kjallaranum og ræddum hátt og fjálglega um spennandi efni eins og hasskökur, sexapartí og hópfróanir karlmanna. Einhverrra hluta vegna tæmdist staðurinn fljótlega... Rölti svo með stúlkunum niðúr í ÁTVR þar sem þær keyptu sér meira áfengi fyrir kvöldið en ég lét bara múttu sækja mig þar sem ég er ekki búin í prófum. Ætla samt að kíkja út í kvöld en bara edrú. Það er alveg hægt án þess að drekka. Í alvöru.
