mánudagur, maí 16, 2005
Djamm- og lærdómspásunni lauk formlega um helgina. Það var tekið all ærlega á því á próflokadjammi með samnördum í sagnfræðinni. Byrjaði á eðal kvöldverði með deildarskvísunum á Vegamótum og þar eftir var haldið í partý. Einhverjir (ég og Guðrún) fengu þá góðu hugmynd að leigja SingStar græjur í partýið og hafði það þau undraverðu áhrif að kvennkyns gestir voru um það bil 80% viðstaddra og karlmenn þar af leiðandi í miklum minnihluta. Vakti það eins og gefur að skilja ómælda kátínu karlpeningsins þar sem venjulega er hlutfallið öfugt. Þannig strákar, nú vitið þið hvernig á að trekkja að kvennfólkið -látið okkur syngja! Endaði fremur hauslaus, (alveg Edda á hróarskeldu full..),lappirnar áttu eitthvað erfitt með að bera mig, datt út um allar trissur og teymdu sagnfræðingarnir mig áfram. Hefði annars örugglega getað endað á kaffi austurstræti þannig guði sé lof fyrir þau! Þruglaði einhverja vitleysuna með sólheimabros á vör og vil helst ekki vita hvað ég sagði en er viss um að hafa verið afar sjarmerandi. Enduðum svo kvöldið í brjáluðu eftirpartýi í Grafarvoginum þar sem húsráðandi tók sig til og skellti sér bak við grillið og galdraði fram þennan líka glæsilega málsverð. Grillað svínakjöt í maríneringu, kartöflur, ferskt salat, grillað grænmeti, sósa og bara the works klukkan sex um morguninn. Hreinn eðal endir á kvöldinu en önnur eins þynnka hefur ekki sést manna á meðal. Að fara glær í bakkelsisboð til ömmu og éta rjómahnallþórur og drekka heitt súkkulaði er ekki besta þynnkumeðalið get ég sagt ykkur af biturri reynslu.
