sunnudagur, maí 01, 2005
Afar skemmtilegt og viðeigandi að lesa um Karl Marx á baráttudegi verkalýðsins. Kallinn var auðvitað snillingur þótt kenning hans hafi varla gengið upp og margt komi manni spánskt fyrir sjónir s.s. eins og kynþáttafordómar og fleira hressandi sem Marx stundaði. En penni hinn mesti var hann og getur maður ekki annað en hrifist með. Niður bakið fer unaðshrollur og heitar tilfinningar svella í brjósti við lesturinn. Megið þið þannig njóta fleygra lokaorða Þjóðverjans í tilefni dagsins og látið ykkur endilega vökna um augun:,,..Lofum hinum drottnandi stéttum að skjálfa fyrir kommúnistabyltingu. Þar hafa öreigarnir engu að týna nema hlekkjunum. Þeir eiga heilan heim að vinna. Öreigar allra landa, sameinist! (-Karl Marx.)
