þriðjudagur, maí 17, 2005
Þá fer senn að líða að vinnu. Bráðlega mun ég gerast sveitakerling á nýja leik, flytja í óðalið mitt í Þjórsárdalnum og pynta ferðamenn sem þangað villast. Sat einmitt fund með Þjóðveldisbæjarstjórn í morgun. Var með hálfgerðan móral því sökum prófastress og anna var ég ekki búin að undirbúa neitt af mínum verkum fyrir stjórnina en það kom sem betur fer ekki að sök. Þeir eru nú líka svo yndislegir og skilningsríkir hjá LV að það er alveg met. Alveg hreint frábært að vinna hjá þeim. Hinsvegar skrópaði öll stjórnin og tilkynnti sig veika. Ég hafði nú mínar efasemdir enda löng hvítasunnuhelgi nýliðin... Ég og Friðrik Sóf sátum því tvö ein yfir rómantískum kaffibolla og fórum yfir fundarsköp. Þriðji stjórnarmeðlimurinn bættist svo í hópinn en hann hafði víst skráð niður vitlausan tíma karlinn. Fashionably late líkt og sannur Íslendingur :)
