fimmtudagur, maí 12, 2005
Mikið rosalega hlýt ég að vera leiðinlegur félagsskapur þessa dagana. Er búin að sökkva mér svo niður í skólann að ég get ekki talað um neitt ó-námstengt. Les ekki blöðin, horfi ekki á sjónvarpið og fer varla út úr húsi. Fyrst og fremst er ég hrifin af því að tala um fisk og þá sér í lagi þorsk. Fyrir Íslandssöguprófið einbeitti ég mér að þorskinum, fyrir samanburðarstjórnmál og stjórnmálaheimspeki gat ég troðið honum inn og svo má ekki gleyma kúrsinum sem fjallar eingöngu um, já einmitt, ÞORSK og Þorskastríð. Það er nú afar takmarkað hvað öðru fólki finnst gaman að ræða þetta málefni. Núna á ég samt bara nokkra daga eftir í þessari fiskamaníu minni og þá get ég aftur orðið skemmtileg og gleymum ekki málefnaleg. Ég lofa!
