mánudagur, maí 23, 2005

Hressleiki á Hressó.
Skellti mér á eitt skemmtilegasta Eurovision djamm "ever" í gærkveldi. Held reyndar að þessi keppni sé að fara fjandans til. Hví var táknmálsviðbjóðurinn frá Lettlandi ofar en snillingarnir frá Noregi? Evrópubúar hafa ekki nokkurn smekk. Grét nokkuð yfir því að frændur okkar unnu ekki keppnina og grét enn meira yfir því að uppselt var á Pallaballið á Nasa en tárin voru fljót að þorna.

Skellti mér síðan með liðinu á Hressó en Heiðar Austmann spilaði like he´s never played before. Var geggjuð stemmning og dansaði af mér rassgatið. Mjög gott eiginlega þar sem ég hef ekki farið í ræktina í margar vikur og styrki núna Lindu Pé mánaðarlega með beinum peningagreiðslum. Tel annars að þessi E-pillu dansvíma mín hafi verið Bjarna nokkrum Pálssyni og töfrateppunum hans að kenna en mikið djöfull var gaman. Heiðar Austmann dúndraði líka mikið af Eurovision og píkupoppi þannig ég var hamingjusöm stúlka.

Endaði svo kvöldið á Kaffibarnum í hræðilega súrri stemmningu. Korter í sex gaurar eru milljón sinnum verri en korter í þrjú gaurar. Korter í sex gaurarnir reyna ekki einu sinni að bjóða þér drykk eða kynna sig.. þeir stökkva bara beint á þig og miða á munninn! Jón Stefán sem villir á sér heimildir sem eiginmaður, unnusti og barnsfaðir er handhægur undir þessum kringumstæðum.










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter