laugardagur, maí 07, 2005
Samnorræni Eurovision þátturinn er æðislegur. Skín eins og gull af eiri þegar borið er saman við hið síhressa sjarmatröll eldri borgara landsins, Gísla Martein. Eðaltöffarinn Eiríkur með rauða faxið er frábær í hinu illkvittna norrænaráði en danska lagið í kvöld fannst mér best, alveg ofsalega krúttlegt eitthvað. Þeir sem gagnrýna Eurovison eru bara í afneitun. Þessi keppni er mesta stemmning í heimi -á eftir SingStar partýum- og litla þjóðernissynnaða hjartað slær hraðar við að heyra hana Selmu okkar syngja á sviðinu.
