fimmtudagur, maí 26, 2005
Þjóðveldisbærin var það heillin, og annað árið í röð. Búin að skúra, skrúbba, plögga, gæda og guð má vita hvað þessa vikuna. Annars þá fer þetta voðalega rólega af stað. Lítið af túrhestum svona snemma sumars þannig ég bara planta mér í lokrekkjuna og les í huggulegheitum eða skelli mér í "sólbað" á milli gesta. Það er nebblega ennþá skítakuldi þótt sól skíni í heiði. Gerði heiðarlega tilraun til smá brúnku áðan en endaði dúðuð í úlpu og með stórt heklað sjal. Vindurinn blés svo harkalega að hárið var sífellt í augunum á mér og blaðsíðurnar í bókinni vildu ekki vera kyrrar. Gafst upp og leitaði aftur á náðir lokrekkjunnar.
P.s. Ef einhver vill annars ná í mig þá næst illa gsm samband hérna þannig að talhólfsskilaboð eða Emil blíva, já eða vinnusíminn minn sem er 488-77113.
P.p.s. Ég á afmæli í næstu viku... bara svona að koma því á framfæri :)
