föstudagur, maí 20, 2005
Ungt fljóð gengur inn í ónefnda tölvuvöruverslun og lítur í kringum sig. Ungur karlkyns sölumaður kemur fljótlega auga á auðvelt fórnarlamb og gengur í átt til hennar.
Sölumaður (með peningaglampa í auga): Get ég aðstoðað?
Stúlka (brosir sínu blíðasta): Já takk, ég er að leita að lithylki fyrir prentarann minn.
Sölumaður (pirraður): Einmitt, hverskonar prentara ertu með?
Stúlka (horfir ráðvillt á milljón blekhylkjategundir fyrir framan sig): HP deskjet 320 -minnir mig. Ég er ekki alveg viss hvað ég á að kaupa.
Sölumaður (horfir á hana með lítilsvirðingu.): ,,Nei, þú lítur heldur ekki út fyrir að vita það."
