miðvikudagur, maí 11, 2005
Nú vissi maður að DV væri ekki áreiðanlegasta blað í heimi. Fyrirsagnirnar þeirra eru sér kapítuli út af fyrir sig, smávægilegum atburðum slegið upp sem æsifréttum líkt og þegar Kiefer Sutherland kom til landsins. "Kiefer Sutherland í Reykjavík, fækkar fötum á súlustað!" Þegar blaðið var lesið kom í ljós að umrætt atvik varð nokkrum vikum áður -í Bandaríkjunum. Þeir birta nöfn og myndir af sakborningum jafnt sem sýknuðum einstaklingum og saka þá um glæpi undir flennistórum myndum. Þeir eru að eigin sögn stoltir af æsifréttarstílnum og þykjast sannfærðir um að það og ekkert annað viljum við Íslendingar. Það heyrði ég á DV boðsýningu á Brodway um daginn. Þeir gera smávægileg mistök eins og að birta mynd af fórnarlömbum og segja þá vera árásarmenn en blaðið hefur greinilega álitið að þetta væri ekki nóg og ákveðið að færa sig upp á skaftið. Núna skálda þeir hreinlega bara fréttir -birta myndir og ásakanir sem enginn flugufótur er fyrir. Hvet ykkur til að lesa þetta.
