þriðjudagur, maí 31, 2005
Fékk ekki nógu hátt í Þorskakúrsinum. Búin að hætta ófáu vináttusambandinu vegna leiðindaumræðna um fisk og svo var ég ekki einu sinni hæst. Hnuss. Hannes Hólmsteinn er greinilega letipúki. Tók próf hjá honum fyrir ár og öld en kallinn er ekki enn búinn að sjá sér fært að fara yfir þau. Hræðilega pirrandi að bíða eftir einkunnum. Er svo forvitin að ég kíki inn á HI síðuna svona fimm sinnum á dag. Komu sirka 300 brjálaðir krakkagemlingar uppi Þjóðveldisbæ í dag. Ekki öfunda ég kennara af þessum "krúttum". Hlakka til helgarinnar. Langar á djammið og langar í ný föt. Svör við Eurovision getrauninni eru komin inn á kommentakerfið fyrir áhugasama.
