fimmtudagur, júní 23, 2005
Ég er komin með nýtt missjon og rússneskir rithöfundar eru málið. Í fyrrasumar gaf Halldór Laxness lífi mínu lit en í ár eru það þeir félagar Tolstoj, Gogol, Dostojevitskí og fleiri góðir sem munu skemmta landnámskonunni þegar lítið er um túrhesta. Só far er ég búin að lesa Fávitann -sem ég reyndar las fyrir nokkrum árum og fannst ofsalega leiðinleg. En greinilega hafði ég ekki þroska í meira en Ísfólkið á mínum yngri árum því við seinni lestur þá fannst mér hún virkilega góð. Reyndar alveg æðisleg. Dauðar Sálir eftir Dostojevitskí er líka góð og sá helmingur af Glæpur og refsing sem ég er búin með er snilld. Fávitinn er samt bestur.
