þriðjudagur, júní 14, 2005

Núna veit ég loksins hvert Reykvíkingar fara á kvöldin -þeir liðast allir upp Esjuna eins og marglitir maurar í útivistarjökkum. Ég, pabbi og litla gerpið ákváðum að slást í maurahópinn og tipluðum léttfætt upp fjallið, eins og við eigum kyn til, tókum fram úr hverjum silakeppinum á fætur öðrum og stóðum loks á tindinum með öðrum úthaldsgóðum borgarbúum. Í Esjuhlíðum gilda önnur siðalögmál en í borginni, á Esjunni heilsa allir, bjóða gott kvöld og brosa.
