fimmtudagur, júní 09, 2005

Gömlu karlarnir og ég.
Sem húsfreyjan á sjálfum Þjóðveldisbænum hef ég yfir að ráða einkar glæsilegri svefndyngju. Dyngja sú er fullbúin með sameiginlegri setustofu en aðilar þeir er þangað fjölmenna eru í nokkuð ólíkum aldurs- og kynjahóp en téð húsfreyja. Allt eru þetta hinir mestu sóma- og herramenn og hafa mörg áhugamál, blöðin eru lesin af kappi, dæst, kaffi drukkið i lítravís semog horft á hvern einn og einasta frétta- menningar- viðræðu- og sérstaklega íþróttaviðburð sem fjölmiðlar bjóða upp á. Það er að segja áður en húsfreyjan flutti til þeirra. Verandi þeir sjentilmenni sem þeir eru, hafa þessi sómamenn látið mig um yfirráðin yfir fjarstýringunni þegar mér þóknast að heiðra þá með nærveru minni og ég hef í staðinn kynnt þá fyrir ýmsum nýjum hlutum. Nágrannar eru orðnir hádegishefð og Simpson kvöldhefð en um tilvist þeirra var ekki áður vitað (Grannar eru reyndar að verða nokkuð vinsælir..). Í kvöld bauð ég upp á spennandi dagskrá: Hálandahöfðinginn, The Apprentice og svo rúsínan í pylsuendanum MileHigh. Lauslátar, ljóshærðar og drykkfeldar flugfreyjur/flugmenn eru klassa sónvarpsefni hvort sem þú er menningarlegur, íþróttasinnaður karlmaður á sextugsaldri eða kvennkyns háskólarotta.










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter