laugardagur, júlí 30, 2005
Jæja, ég lofaði víst færslu. Sit hérna í Lazy boy-inum og slafra í mig frönskum og kóki til að reyna að drepa þynnkuskrímslið sem öskrar innra með mér. Mini-djammið í gær varð auðvitað ekkert mini heldur mega. Líðanin í morgun var heldur ekki upp á það allra besta get ég sagt ykkur. Hélt ég mundi æla þegar strákarnir fóru að sjóða egg í morgunmat og skola niður með kaffi og rauðvíni -hvað er það?! Sat nú bara skjálfandi við matarborðið, með Alka Seltser í glasi, og horfði með hryllingu á þessar aðfarir. En núna er það bjútí-blundur og svo deit við Gael í kvöld á Kaffibarnum.
