miðvikudagur, júlí 06, 2005
Jæja ég á svosem enga "helgarþrumu" líkt og sumir en það verður engu að síður þrumustuð um helgina. Ég er nebblega í óvæntu hálf-helgarfríi og ætla að þessvegna að gera eitthvað eðal skemmtilegt á laugardagskvöld og ég get bara ekki beðið. Sumrin á Íslandi eru yndisleg, ekki bara nóttin sem verður björt heldur verður maður bjartur á sálinni líka. Hlakka ótrúlega til að gera venjulegustu hluti, hlakka ótrúlega til helgarinnar og bara til alls sem sumarið færir mér og öðrum.
