miðvikudagur, júlí 06, 2005
Hvílík svívirða er ekki í gangi meðal ráðamanna Stúdentagarðanna. Ég var að enda við að staðfesta umsóknina og eftir 7 mánuði á biðlista hef ég ekki komist framar í röðina, ó nei, heldur hef ég fallið um næstum hundrað sæti á fyrri valkostinum mínum en þar er ég núna númer 237 og staðið í stað á þeim síðari. Þetta finnst mér dularfullt enda var ég komin mun framar síðast þegar ég staðfesti. Eitthvert leiðinda sveita- og útlendingapakk er greinilega að sparka aumingja litla borgarbarninu af biðlistanum á skítugum skónum. Með þessu áframhaldi kemst ég inn á garðana um svipað leiti og ég held upp á 10 ára útskriftarafmælið. Mikið öfunda ég fólk í eigin húsnæði og mikið er ég að spá í að fara bara út í okur-leigumarkaðinn næsta haust.
