sunnudagur, ágúst 21, 2005
Gærkvöldið var síðasta kvöldið hennar Eddu Ásgerðar á landinu en hún er núna stödd yfir Atlandshafinu á leið til Danaveldis þar sem hún mun læra að verða löggiltur kvalari allra landsmanna -tannlæknir. Hún og Steindór koma því ekki hingað til lands (nema í fríum) fyrr en þau verða þrítug.. Ég segi nú bara að ég dáist að þesari ákvörðum og líka hversu kúl hún Edda litla er á förinni. Mesta vandamálið var að koma öllum skópörunum hennar fyrir. Skvísan er annars búin að lofa að blogga reglulega og hér er því linkur á hana.. Einsgott að stúlkan verði nú dugleg við skriftir, annars er mér að mæta. Að lokum fær hún smá tribbjút úr Litlu Hryllingsbúðinni. Kalla hann... óð til Eddu.
Edda biður nýjan sjúkling velkominn í stólinn....
Ekkert raus, glenntu upp kjaftinn ég kem!
-Ríf úr þér tennnurnar (ó, guð minn góður..)
Því mér er lagið að láta aðra þjást.
Geri við tanngarðinn (ó, spanga óður)
Og ég fæ kikk útúr kvöl þinni og pín. (you loove it)
Hún Edda er taaannlæknir.. og algjört söksess!
