þriðjudagur, ágúst 30, 2005
-(Stelpa 1.)Rosalegt í gærkvöldi finnst þér ekki? Kate hlýtur að líða hræðilega að hafa orðið völd að dauða hans. Greinilega eini maðurinn sem hún hefur elskað. En hvað ætli sé í þessum hlera...
-(Stelpa 2.)Já, en það sem ég var að pæla er hvort Ryan á barnið eða ekki!?
-(Stelpa 1.)Bíddu veistu það ekki!? Auðvitað á hann barnið. Theresa laug að honum að hún hefði misst fóstrið. Hún elskar hann svo mikið.
-(Stelpa 2.)Hann á sko pottþétt eftir að byrja aftur með Marissu.
-(Stelpa 1.) Já pottþétt..
-(Stelpa 2.)Jiii ég verð að hlaupa. Nágrannar eru byrjaðir.
