föstudagur, ágúst 26, 2005
En hvað það er alltaf grátlegt að eyða föstudagskvöldi uppi i öræfum. Æskan hleypur á ólympíuhraða framhjá meðan ég sit hérna með gömlu köllunum í Búrfelli að horfa á sjónvarpið. Það eru þó bara örfáir vinnudagar eftir og svo mun borgin gleypa mig aftur með húð og hári. Hlakka óumræðanlega til að byrja aftur í skólanum og öllu því sem honum fylgir. Svo verð ég reyndar að finna mér vinnu með skóla núna sem ég er ekki að nenna. Finnst alveg full time job að læra og djamma. En neyðin kennir víst latri konu að vinna. Kannski ekki besti vettvangurinn til að auglýsa þetta en veit einhver um velborgaða svarta vinnu í vetur? Ég er rosa góður starfskraftur..
