miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Spin doctor.
Búin í sumarprófum! Ó, hvílík gleði. Ó, hvílík hamingja. Gekk bara alveg ágætlega held ég. Mjög skemmtilegt að læra undir Alþjóðastjórnmálin og gekk alveg temmilega í Innganginum. Skrifaði langa ritgerð um Sjálfstæðisflokkinn og tókst að vefa Dabba kóng og Baugsmálið þar inn. Skemmti sjálfri mér alveg prýðilega yfir þessum kenningum mínum. Máltækið segi að heimskur hlægi að eigin fyndni. Gildir það sama um að heimskur dáist að eigin gáfum? Sauð líka upp glimrandi skemmtilega skýringu á hlutverki "spunalæknis" (spin-doctor) og kom með nýstarlega kenningu um sérstakt embætti í lýðræðisþjóðfélögum sem gegnir því hlutverki að "spinna" þráð vináttu og samlindins milli stríðandi fylkinga. Oft notað þar sem samsteypustjórnir eru við lýði. Einnig hægt að nota um svokallaðan formateur þar sem hann spinnur flókið stjórnarsamstarf úr stökum vefjum þeim er kallast stjórnmálaflokkar. Útkoman verður (vonandi) glansandi, sterkur og fagur vefur stjórnmálanna. Blah. Vona að ég hafi nú allavega skemmt Gunnari Helga með þessari samsuðu. Annars þá er Edinborg að koma aftur sterkt inn hjá mér. Gæti jafnvel verið að þessari virtu menntastofnum bærist umsókn frá einum litlum Íslending í MA nám næstkomandi haust..










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter