miðvikudagur, ágúst 10, 2005
Eru nokkuð sem ég mæli ekki með. Í theoríunni eru þau ofsalega sniðug. Sérstaklega ef þú vinnur upp í sveit þar sem lítið truflar þig á kvöldin og oft hægt að lesa í vinnunni. Í praksis er hinsvegar næstum ómögulegt að festa sig við fræðibókalestur þegar miðnætursólin skín skært og fuglarnir syngja. Maður er einfaldlega ekki í rétta umhverfinu. Hinsvegar skráði ég mig í þennan fjanda og nú er bara að standa sig því úrsagnarfrestur er liðinn. Ekki töff.
