föstudagur, september 02, 2005
Fór í Ikea og Húsasmiðjuna í dag. Festi kaup á þvottagrind, hvítvíns- og martiniglösum, ilmkertum og sultukrukku. Allar nauðsynjar sem maður þarf til að flytja úr foreldrahúsum. Skoðaði hillur, ljósafestingar, lampa og spegla. Skundaði svo heim á ættaróðalið með bastkörfu í annarri og klippur í hinni að týna rifsber. Fór svo að sulta og á núna heimalagað rifsberjahlaup til að taka með mér í Penthásið. Þetta verður sko búskapur í lagi.
