þriðjudagur, september 27, 2005
Þú svitnar. Hjartað slær hraðar. Augasteinarnir víkka út. Þú horfir óðfluga á allt og alla í kringum þig en ert ófær um að festa augun á neinu. Hvað þá heldur á fræðibókinni sem liggur á borðinu fyrir framan þig. Þú leysir vandamálið með skuldahala þróunarlandanna, deilur Ísraela og Palestínumanna og skipuleggur helgina. En mætir samt ólesin í tíma.
