laugardagur, október 01, 2005
Vaknaði í morgun og lýsti því yfir við annan sambýlinginn að ég ætlaði að hætta að drekka í bili. Hún var hjartanlega sammála en benti mér þó á ákveðna annmarka. Næsta helgi er nefnilega Oktoberfest. Ok, sagði ég, helgin eftir það þá. Nei elskan, sagði hún, þá er afmælið mitt og þú verður kjöldregin ef þú djammar ekki með okkur. Nokkuð hnípin sætti ég mig við að drekka þá bara ekkert í kvöld. Hálftíma síðar býður sá sami sambýlingur mér með á opnunarhátíð á ljósmyndasýningu sem ég og þekkist. Fjörutíu mínútum síðar vorum við sammála um að ekkert vit væri í því að láta allt þetta fría kampavín á opnuninni fara til spillis.
