sunnudagur, október 23, 2005

Af Airwaves og alþingismönnum.
Hreint prýðilega skemmtilegt á Airwaves hátíðinni. Ætluðum að fara ásamt hálfri Evrópu á Nasa í gærkveldi. Vorum mættar klukkan hálf tíu og þá náði röðin frá anddyrinu, í kringum hálfan Austurvöll og endaði til móts við Alþingishúsið. Hrein geðveiki. Aumingja útlendingarnir sem borguðu sig ekki bara inn á hátíðina sem þeir komust ekki inn á heldur líka flug, hótel og uppihald í dýrustu borg álfunnar. Ég gafst allavega upp og hélt frekar í lágstemmda stemmningu á Þjóðleikhúskjallaranum og sá hreint ekki eftir því. Helgi Valur sem opnaði kvöldið var frábær semog breska sveitin The Rush. Var reyndar orðin sætkennd þannig mér fannst allt bara æðislegt og lifði mig inn í held ég bara öll atriðin. Tær snilld. Enduðum svo kvöldið á Ölstofunni ásamt þingflokki Sjálfstæðismanna sem voru víst í einhverju Gísla Marteins partýi. Átti merkar samræður við formann heimdallar eða SUS (þekki þessi félög aldrei í sundur) þar sem hann viðurkenndi að enginn sómakær íhaldsmaður myndi láta sjá sig dauðann á Airwaves. Þeir væru allt of miklir plebbar í það. Lokahnykkurinn verður svo tekinn í kvöld á aukatónleikum á Gauknum en þá get ég komist að því hvort tónleikarnir í gær hafi virkilega verið svona frábærir eða hvort hvítvínið var svona frábært. Við Hlíbba gerðumst líka grúppíur í gær og verðum að styðja við bakið á okkar hljómsveit.










Stelpa, tvíburi, háskólanemi og sendiráðsstarfsmaður sem búsettur er í Vínarborg.

Tilvitnun mánaðarins:
Anyone who lives within their means suffers from a lack of imagination.
Oscar Wilde

- Ítaliufarinn
- Tai-landsfarinn
- Heimsreisufarar
- Sigga skokk
- Sauðurinn
- Tálkvenndið
- Mama Ace
- Hlibbið
- HuldaDögg
- Vera McBeal
- Thora-Spanjó
-
Bassaleikarinn í Roads
- Mr.Pölson
-
Kellingavæl
-
Siggaligg

- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- febrúar 2007

- blogger
- blogskins
- haloscan
- myndasmiðurinn
- hönnuðurinn


Site Meter