þriðjudagur, október 25, 2005
Kvennafrídagurinn í gær. Ætlaði að fara í skrúðgönguna og marsera með kröfuspjald á lofti en eyddi þess í stað eftirmiðdeginum á fundi í bæli drekans. Ég er sumsé ekki í launaðri vinnu nema á kvennafrídeginum. Milli klukkan þrjú og hálf fimm. Samt gaman að koma inn í Landsvirkjun og láta unga myndarlega menn taka á móti sér í móttökunni. Náði þó í skottið á fundinum niður á Ingólfstorgi og fannst óneitanlega gaman að sjá stemminguna. Þetta var alvöru! Og ég tek ofan fyrir öllum þeim karlmönnum sem mættu. Fá feitt prik í kladdann hjá mér. Enda ætti eiginlega að kalla þetta jafnréttisbaráttu frekar en kvennabaráttu og virkja karlmenn í stað þess að æpa á þá. Þessvegna finnst mér Árni Matthísen með jafnréttisráðstefnu karla töffari.
