mánudagur, október 31, 2005
Penthásið á Eiríksgötunni gengur nú undir nafninu Lærdómshöllin. Ungar snótir sitja þar við borð dag- og næturlangt og sjúga í sig vitneskjuna að hætti þurra svampa. Fjallháir bókhlaðar eru einkenni dagsins í dag og kaffiylmurinn svífur ætíð yfir borðum. Maður verður nú að halda einbeitingunni yfir lærdómnum. Við höfum sko hlaðborð af kaffi. Morgunroða á morgnana, arabískt á daginn og koffínlaust á kvöldin. Gerist það betra? Brunagaddur og vindhljóð í gluggum setja svo punktinn yfir stemmninguna ásamt kertaljósum og reykelsi. Reyndar er peran sprungin inni á baði þannig kertaljósið þar er ekki optional en það er önnur saga. Punkturinn er að við erum ógeðslega duglegar.
