laugardagur, október 15, 2005
Fór á svokallað BA kvöld í gær þar sem nýútskrifaðir nemar kynntu verkefni sín fyrir pöpulnum og gáfu okkur grænjöxlunum góð ráð fyrir væntanleg skrif. Massasniðug hugmynd þetta BA kvöld og ekki laust við að hræðslan við skrifin hafi bara minnkað. Er allavega komin með hugmynd sem mér líst ógesslega vel á og ætla að ganga útfrá. Þarf bara að fara að njörfa þetta aðeins niður því eins og stendur er verkefnið frekar á doktorsstigi hvað vídd og lengd varðar heldur en BA stigi. Finnst efnið mitt svo spennandi að ég bara hlakka til að fara að byrja og kasta mér út í rannsóknirnar.
